Um Technogym

Technogym var stofnað í Ítalíu árið 1983 til að stuðla að heilbrigði, hreyfingu og velferð jarðarbúa með því að beita nýjustu tækni í gerð framsækinna líkamsræktartækja. Tíu árum síðar mótaði Nerio Allessandri, stofnandi fyrirtækisins, hugtakið "Wellness" (velferð) til að undirstrika að nálgun fyrirtækisns væri víðtækari og heildstæðari en tíðkaðist í hefðbundinni líkamsrækt þess tíma. 

Nú, meira en fjórum áratugum síðar, hefur fyrirtækið öðlast algjöra sérstöðu á heimsvísu sem leiðandi aðili í framleiðslu á tækjum, hugbúnaði og hugmyndafræði, sem til dæmis birtist í því að Technogym hefur verið valinn sem eini birgir allra æfinga- og upphitunartækja á átta síðustu ólympíuleikum!

Sérstaða Technogym felst meðal annars í eftirtöldum þáttum:

  • Leiðandi fyrirtæki í líkamsræktargeiranum
  • Stöðug innleiðing snjallra tækninýjunga
  • Stílhrein ítölsk hönnun, besta fáanlega hráefni
  • Áreiðanleiki, ending og gæði
  • Aðgangur að fyrsta flokks stafrænni þjálfun með aðstoð
    gervigreindar og TechnoGym appsins
  • Áhersla á sjálfbærni, orkusparnað og samfélagslega ábyrgð

Technogym á Íslandi er annt um að standast þær væntingar sem til okkar eru gerðar og við munum leggja okkur fram um að veita viðskiptavinum okkar afburða þjónustu. Hafðu samband í síma 475 9000 til að bóka skoðun í sýningarrými okkar.