Fjölnota æfingabekkur frá Technogym
Fjölnota æfingabekkur frá Technogym
Kaup á fjölnota æfingabekk frá Technogym er líklega auðveldasta og snyrtilegasta leiðin til að koma sér upp alhliða líkamsrækt heima fyrir.
Fáguð ítölsk hönnunin skín í gegn og hvert smáatriði er úthugsað þannig að fyrirferðarlítill bekkurinn sómi sér vel í flestum rýmum heimilisins. Hjól undir öðrum enda hans auðvelda tilfærslur.
Með bekknum fylgja eftirtaldir fylgihlutir sem raðast snyrtilega á sinn stað í bekknum:
-
Fimm pör af handlóðum frá 2 kg. upp í 10 kg.
-
Þrjú pör af hnúalóðum: frá 0,45 kg - 1,2 kg.
-
Þrjú pör af misstífum æfingateygjum
-
Stöm æfingamotta sem helst á sínum stað
Technogym appið á snjallsímanum þínum (Android eða Apple) veitir þér aðgang að miklum fjölda þrek-, styrktar- og teygjuæfinga sem hannaðar eru sérstaklega fyrir Technogym bekkinn, er stjórnað af af úrvals þjálfurum og taka á bilinu 5-35 mínútur. Þú velur æfinguna, Technogym appið sér um að þjálfa þig!
Að lokinni æfingu tryggir tenging við Strava, Garmin, Apple health og flest önnur heilsuöpp að þú getur haldið utan um öll æfingagögnin þín þar sem þú kýst helst.
Sérstaða Technogym
- Leiðandi fyrirtæki á heimsvísu, allt frá stofnun árið 1984.
- Stöðug innleiðing snjallra tækninýjunga.
- Stílhrein ítölsk hönnun, framleidd úr úrvals hráefni.
- Áreiðanleiki, ending og afburða gæði.
- Áhersla á sjálfbærni, orkusparnað og samfélagslega ábyrgð.
- Metnaður til að veita þér heildræna þjónustu, ekki aðeins með framúrskarandi tækjum, heldur einnig með aðgengi að fyrsta flokks æfingum, æfingaáætlunum og hvatningu til að halda þig við efnið til langs tíma.
- Hreyfing bætir heiminn.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar á ensku:
Heyrðu í okkur ef þú hefur spurningar eða vilt fá að skoða bekkinn. Frí heimsending og kynning á helstu möguleikum bekkjarins er innifalin. Síminn hjá Technogym á Íslandi er 475-9000