Skip to product information
1 of 1

technogym.is

SKILLBIKE - fullkomð æfingahjól

SKILLBIKE - fullkomð æfingahjól

Regular price 962.000 ISK
Regular price Sale price 962.000 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Kemstu upp þessa síðustu brekku? Getur þú ýtt þér lengra en þú hélst og verið á undan keppinautum þínum? Þetta er erfitt þegar þú ert ekki að hjóla utanhúss, eða í keppni. Ef þú skiptir ekki um gíra líkt og þegar þú hjólar úti eða hefur æfingafélaga. Nú er hins vegar komið að því að þú náir lengra, og skiptir í alvöru hjólreiðar. Skillbike hjólið frá Technogym er fyrsta stöðuhjólið með alvöru gírum og gíraskiptingu. Með því að skipta um gír verður upplifunin fyrst raunveruleg og þú finnur muninn á mótstöðu og heldur réttum krafti og hrynjanda í hverri ferð. Gírskiptingin er grunnurinn að svokallaðri Multidrive tækni sem gerir notendum kleift að skipta úr sprettum í klifur.

 

Bættu styrk og úthald og hámarkaðu afköstin. Hvoru tveggja grindin og handföngin eru til þess gerð að henta því sem þig langar að gera hverju sinni; hvort sem þú vilt hjóla eins og á fjallahjóli, götuhjóli eða í tímatöku. Þegar þú hjólar utanhúss skiptir það máli hvar þú hvílir þyngdina og hvernig þú hjólar. Hjólið skynjar líkamsstöðu þína og hreyfingar og lagar sig að því sem gerir æfinguna enn raunverulegri en þú hefðir ímyndað þér. Vaktaðu allt sem tengist æfingunni á skjánum og veldu leiðir, próf eða æfingar sem henta þér til þess að æfa eins og atvinnumaður.

Með Pedal Printing tækninni sérðu í rauntíma hvernig fótavinnan er, taktur og samhæfing. Þú geturu einnig fylgst með hrynjanda, hraða, krafti, vegalengd, halla, púlsi og gírum í skjánum í rauntíma. Þú getur búið til reikninga fyrir alla þá sem nota hjólið og þannig haldið vel utan um eigin æfingar og framfarir. Skjárinn tengist líka við snjalltækið þitt og þú getur því sett inn þínar leiðir í Strava eða öðrum forritum og hjólað þær heima í stofu.

View full details