Technogym Cycle hjól
Technogym Cycle hjól
Technogym Cycle er öflugt en fyrirferðalítið æfingahjól sem er hannað með þægindi notandans í huga. Sætið er breitt og mjúkt, stillingar einfaldar og aðgengi sérlega þægilegt.
Með því að tengja Technogym appið í snjalltækinu þínu (síma eða spjaldtölvu, android eða apple) við Technogym Cycle opnast þér aðgangur að miklum fjölda þrek-, styrktar- og teygjuæfinga sem sniðnar eru að þínu getustigi og eru framkvæmdar af úrvals þjálfurum. Tenging við Strava, Garmin, Apple health og flest önnur heilsuöpp tryggir að þú getur haldið utan um öll æfingagögnin þín þar sem þú kýst helst.
Hjólið er aðeins 60cm á breidd, afar hljóðlátt og hentar því vel fyrir flest íbúðarrými. Það er sérlega sterkbyggt og þolir allt að 180kg þunga.
Technogym Cycle er hannað til þess að gera þér auðvelt fyrir að bæta heilsuna og koma þér í þitt besta form á hvaða aldri sem er.
Sérstaða Technogym
- Leiðandi fyrirtæki á heimsvísu, allt frá stofnun árið 1984.
- Stöðug innleiðing snjallra tækninýjunga.
- Stílhrein ítölsk hönnun, framleidd úr úrvals hráefni.
- Áreiðanleiki, ending og afburða gæði.
- Áhersla á sjálfbærni, orkusparnað og samfélagslega ábyrgð.
- Metnaður til að veita þér heildræna þjónustu, ekki aðeins með framúrskarandi tækjum, heldur einnig með aðgengi að fyrsta flokks æfingum, æfingaáætlunum og hvatningu til að halda þig við efnið til langs tíma.
- Hreyfing bætir heiminn.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar á ensku
Heyrðu í okkur ef þú hefur spurningar eða vilt fá að prófa tækið. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu og aðstoð við að hlaða niður Technogym appinu og tengjast tækinu er innifalin. Síminn hjá Technogym á Íslandi er 475-9000