Skip to product information
1 of 15

technogym.is

Unica: Fyrirferðarlítil en fjölnota æfingastöð

Unica: Fyrirferðarlítil en fjölnota æfingastöð

Regular price 1.120.000 ISK
Regular price Sale price 1.120.000 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Hefur þú ekki tíma eða hvatningu til að fara í ræktina eða hreinlega kýst frekar að æfa í einrúmi heima við? Unica æfingastöðin er lausnin.

Tækið hentar í styrktaræfingar fyrir hendur, fætur, bjóst og bak svo eitthvað sé nefnt. Stöðin tekur mun minna pláss en mörg stök tæki en gerir sama gagn.

Þú getur framkvæmt hina fullkomnu styrktaræfingu hvort sem þú ert vanur/vön eða byrjandi. Þú ert laus við að þurfa að bíða eftir að röðin komi að þér líkt og í ræktinni og þarft ekki að stilla hvert tæki fyrir sig eftir þínum þörfum. Stöðin er afar fyrirferðarlítil en inni heldur 25 ólík æfingatól til þess að styrkja og tóna alla vöðvahópa líkamans. Með því að breyta um stöðu, hreyfingu eða þyngdir breytir þú æfingunni.

Með EasyStart kerfi tækisins geta byrjendur byggt ofan á getu sína með plani sem þróast með tímanum. Með TechnoGym forritinu í snjalltækinu þínu getur þú sett saman allt að því 700 æfingar með stöðinni og fylgst með framförum á einum stað.

Stöðinni fylgja meðal annars æfingamotta, ökklafestingar, toghandföng og hefðbundin.

Mikil áhersla er lögð á öryggi þitt við hönnun stöðvarinnar og hágæða efni í öllum hlutum hennar en hægt er að stilla þyngdir og sæti með öruggum og einföldum hætti. Sætið er hannað með það í huga að það henti bæði konum og körlum, frá 150 cm á hæð og upp í 210 cm. Tækið er á hjólum og því auðvelt að færa milli herbergja ef þörf er á.

View full details